Alþjóðasamstarf
DFK er meðlimur í alþjóðlegu samstarfi endurskoðunarfyrirtækja í yfir 60 ríkjum. Samstarfið gerir DFK á Íslandi kleift að veita erlendum fyrirtækjum og einstaklingum víðtæka þjónustu á Íslandi og íslenskum aðilum erlendis (sjá að neðan).
Endurskoðun
Með endurskoðun er átt við að staðfesta áreiðanleika fjárhagslegra upplýsinga með því að gefa óháð sérfræðiálit. Í þessu felast m.a. áritanir á ársreikninga, árshlutareikninga, áreiðanleikakannanir, mat og aðstoð við innra eftirlit auk ýmiss konar staðfestingarvinnu.
Reikningsskil
DFK veitir þjónustu á sviði reikningsskila en mjög auknar kröfur hafa verið gerðar til þeirra á síðustu árum og ekki síst þar sem fylgja ber alþjóða reikningsskilastöðlum í auknum mæli.
Skattamál
Þjónusta DFK í skattamálum er víðtæk og helgast m.a. af samstarfi við sérhæfða lögmenn á sviði skattamála. Meðal verkefna er almenn skattaráðgjöf fyrir innlenda og erlenda aðila, ráðgjöf um hagskvæmust rekstrarform, stofnun félaga og slit og annað sem tengist starfsemi félaga og snertir skattalegt hagræði. Ennfremur veitir DFK aðstoð vegna ágreiningsmála við skattyfirvöld.
Önnur þjónusta
DFK hefur alla tíð lagt áherslu á persónulega þjónustu við einstaklinga og minni fyrirtæki. DFK býður upp á heildarlausnir þar sem geta m.a. falið í sér merkingu gagna og færslu bókhalds, launavinnslu, uppgjörsaðstoð, skattframtalsgerð, rekstrarráðgjöf og aðra tengda þjónustu allt eftir því sem við á og þörf er á hverju sinni.